Cancel

Saga Pizza Hut

Images

Saga Pizza Hut

Sögu Pizza Hut má rekja allt aftur til 1958 þegar tveir bræður frá Kansas í Bandaríkjunum ákváðu að stofna lítinn pizzastað í heimabæ sínum. Á þessum tíma voru pizzur tiltölulega framandi fyrir hinn almenna Ameríkana en bræðurnir sáu fljótt að í þessum rekstri lægju miklir möguleikar.

Eftir að hafa fengið að láni $600 hjá móður sinni, tóku þeir á leigu lítið hús undir starfsemina. Litla húsið líktist einna helst kofa eða "hut" og dregur veitingastaðurinn nafn sitt af þessum fyrstu húsakynnum.

Í dag eru yfir 16.000 Pizza Hut veitingastaðir víðsvegar um heiminn. Staðirnir bjóða upp á fjölbreyttan matseðil en vinsælasti rétturinn er enn pönnupizzan góða.